Hef að undanförnu lesið slatta hér á Huga um þessa hunda og vaknaði áhuginn fyrir því vegna þess að ég tók að mér fullorðna Dobermann-tík. Hún hefur ekki haft fastann húsbónda í langan tíma og var ég dálítið smeykur fyrir þessu, en sló samt til. Og viti menn, hún tekur mér sem húsbónda strax og hef ég séð það að þegar “eigandi” hennar kemur, þá á hún erfitt með að hlýða honum. (setjast, leggjast, o.s.frv.) En eftir lestur margra greina hér á Huga (og annars staðar) um þessa hunda, sé ég að...