Hollywood-stjörnurnar Brad Pitt og Jennifer Aniston ætla að skilja. Þau hafa verið gift í fjögur og hálft ár en um hríð hafa gengið sögur af brestum í hjónabandinu. Um áramótin greindu bandarískir fjölmiðlar frá því að Aniston gengi ekki lengur með giftingarhringinn sem jók enn á sögusagnirnar. Í yfirlýsingu segjast stjörnurnar skilja í mesta bróðerni og ætla sér að vera vinir áfram. Í fréttaskeytum er því haldið fram að Pitt, sem er ríflega fertugur, vilji ólmur fjölga mannkyninu en...