Þetta áhugamál virðist ekki mjög virkt, alla vega miðað við það hversu margir ætla að vera aktívir. En hvað um það, hér fyrir neðan er saga Thelonious Monk, einn af mínum uppáhalds píanistum. Þrátt fyrir að hafa lengi verið lítið þekktur og oft gagnrýndur, þá hafa lögin hans og píanóleikur haft mikil áhrif á djass um allan heim. Hann flutti til New York fjögurra ára gamall, og bjó þar næstum alla sína ævi. Í kringum 1940 spilaði Monk með ýmsum hljómsveitum og var nokkuð vinsæll í Harlem. Þar...