Þetta er ritgerð sem ég gerið í sögur 103, fékk 9 fyrir hana svo ég býst við að það sé eitthvað varið í þetta :) Inngangur Jóhanna af Örk eða Jeanne d’Arc sem einnig hefur verið kölluð Mærin frá Orleans var frönsk frelsishetja sem barðist í hundrað ára stríðinu og var síðar gerð að dýrlingi. Hún var bóndadóttir, fædd árið 1412 og dó 1431, 19 ára gömul (Vísindavefurinn, 2008). Hún sannfærði ókrýndan konung Frakka, Karl VII um að hún hefði heyrt raddir sem sögðu að hún væri útvalin af guði til...