Airbus A320 vélin var stór þáttur í aukinni velgengni Airbus verksmiðjanna sem framleiðandi farþegaflugvéla. Vélin, sem er 150 sæta, er fyrirrennari fjölskyldu sem saman stendur af fjórum tegundum, A318, A319, A320 og A321. A320 er líklega frægust fyrir að vera fyrsta farþegaflugvélin sem var með “Fly-by-Wire” stýrikerfi, þar sem stjórnskipanir flugmannsins eru fluttar til stjórnflatana með rafboðum. Helsti kostur þessa kerfis, fyrir utan örlítin sparnað í þyngd, er að fluginu er stjórnað af...