Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

davida
davida Notandi síðan fyrir 19 árum, 9 mánuðum 108 stig

Downtime undanfarið (6 álit)

í Eve og Dust fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Jæja, hvað er í gangi? EVE hefur verið mikið niðri undanfarið, RAMSAN minni fyrir allan fjandann klárast og clusterið hrunið. Er þessi “unsharded - einn stór heimur” pæling að koma í bakið á CCP mönnum? Eða er þetta bara aukaáhrif vegna Dragon?

Var að fá mér nýjan grip (10 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Var að fá mér 60th anniversary útgáfuna af Stratocaster, og vá, ég er sáttur.

Pedalaharðtaskan mín (39 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ég er að fara að fjárfesta mér í glás af effectum í sumar og hugsaði þar af leiðandi með sjálfum mér:,, Er ég virkilega að fara að nenna að bera þetta allt saman í bakpoka eða innan á magnaranum út um allt?". Ekki séns. Svo ég ákvað að fara alla leið og smíða mér ekki bara pedalborð heldur smíða kassa undir allt heila klabbið. Ég hóf á því að teikna upp ca. hvernig þetta ætti að líta út og lesa mér til á internetinu. Ég fann franska síðu sem hjálpaði heilmikið, hér, og skoðaði einnig mikið...

Kaup sumarsins '06 (52 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Nú þegar að sumarið nálgast fer maður meir og meir að velta fyrir sér fýsilegum græjum til viðbótar í safnið sitt. Kannski ætti maður að byrja á því að koma með lista yfir það sem að ég á og það sem ég er að leita af. Riggið mitt er ekki stórt í sniðum: Ibanez AM73T-> PODxt Live -> Fender Twin Reverb '65 RI Auk þess á ég Boss PW-10 wah sem ég sé ó svo eftir að hafa keypt. Aftur að aðalefni greinarinnar, ég hef verið að skreppa í ýmsar hljóðfæraverslanir um bæinn og skoðað netið mikið nýverið...

Ný tölva. (11 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Bléah, Ég fer bráðlega að kaupa nýja tölvu/uppfæra þá gömlu fyrir heimilið. Þetta á ekki að vera e-r ofurleikjatölva þannig að ekki koma með e-ð “það vantar betra skjákort, þetta er ekki 1337” dæmi. Takk. Það sem ég er kominn með so far er: Örgjörvi - 3500+ AMD Athlon64 með 640K flýtiminni, 2000FSB+HT, Socket 939 Örgjörvavifta - 2500 snúninga kælivifta Móðurborð - MSI K8NGM2-IL - nForce410, 4xDDR400, 2xSATA2 Raid, PCI-E 16X, S939 Vinnsluminni - 1GB DDR 400MHz minni frá Corsair (2x512MB)...

Maxon (1 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Er e-r búð á landinu með umboð fyrir maxon? Mig langar sjúklega í OD-808 eða OD-820 frá þeim. Það er Maxon gaur eða Fulltone OCD sem fer í od hluta rigsins míns.

Nú á sko að fá sér strat. (24 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Jæja, ég stefni á að fá mér high quality stratocaster í sumar og eyða smá pening í hann líka. Ég var að spekúlera í að fá mér American Standard Strat með tremolo og dóti. Einnig ætla ég að skipta út pickupum fyrir Seymour Duncan, og þarna kemur þú, kæri lesandi inn. Ég hef litla sem enga reynslu af pickupum f/ utan stock. Ég vil fá svör frá fólki sem veit hvað það er að tala um, ekki einhverja vitleysinga sem segja “skvo ekki fa þer amerikan strat, svko ekki betri en mim strattinn minn” eða...

Gnoppix (4 álit)

í Linux fyrir 19 árum
Var að velta fyrir mér hvort að það væri spegill á ísl. fyrir gnoppix. Ég fæ þennan skemmtilega Error 17 í grub þegar ég boota tölvunni minni. Reyndi að setja upp ubuntu, mistókst e-ð greinilega. Vinur minn benti mér á gnoppix iso sem ég gæti notað til þess að fixa þetta(sem ég man ekki hvernig). Öll hjálp vel þegin!

WTF m8? (2 álit)

í Windows fyrir 19 árum
Í annað hvert skipti sem ég kveiki á tölvunni minni kemur þessi skemmtilega melding um að Windows Explorer hafi hrunið og þurfi að endurræsa sig. Einnig koma tvær meldingar um að DrWatson og DrWatson Post Mortem hafi hrunið. Nú ég bíð þangað til explorerinn hefur endurræst sig og viti menn! þegar ég ætla að opna e-ð hrynur hann aftur. Ég slekk á tölvunni og kveiki aftur og þá er allt í fínasta. Quote=“Titillinn á póstinum” = WTF m8?

Hvernig magnara eigið þig (gítar/bassi) (19 álit)

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Varð að komast að því hvernig magnara þið eigið, þeas þið sem eruð ekki með það í undirskriftinni eða e-ð. Ég skal ríða vaðinu og hefja leikinn: Ég á 3 ára gamlan Line 6 Flextone III 60w 1x12( sem er að vísu að fara)og svo spánýjan Fender Twin Reverb Amp 2x12" 85w lampamagnara, elska gripinn. Jæja, lát vaða fólk!

Vandamál með upplausn. (1 álit)

í Linux fyrir 19 árum, 4 mánuðum
ÉG setti nýverið upp ubuntu á vélinni minni en fæ ekki upplausnina ofar en 640x480. Mér tókst í fyrra installi(setti ubuntu tvisvar upp, fyrir seinna skiptið deletaði ég partitioninu og setti það upp aftur) að hafa upplausnina 1074x768 og allt í lagi með það. En í seinna skiptið er eini valmöguleikinn 640x480. það er ömurlegt eins og allir vita og vildi ég helst breyta þessu sem fyrst. hjálp!?

2x12 cab (0 álit)

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Hefur e-r séð e-rn 2x12 extension cabinet til sölu í e-rjum af tónabúðum landsins?

Rín lækkar verð á Gibson (8 álit)

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég var á www.rin.is og komst að því að þeir hafa lækkað verðið á gibson. Sem dæmi má taka að Les Paul Classic kostaði 223.900 kr. en kostar nú 190.315 kr. Les Paul Studio kostaði 190000 en kostar nú 160000 SG Standard kostaði 194000 en núna 165000. Ætli Rín hafi lesið greinina hérna á huga?

Til sölu (9 álit)

í Metall fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ónotuð fiðla til sölu, með pickup. Hugapóstur, ef e-r hefur áhuga. Hef líka áhuga á því að koma saman fiðlukvintett, sem fókusar á barrokk tónlist með snarstefjun.

Snillingarnir hjá Gmail (7 álit)

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Gmail teymið er að hækka hjá sér storage mb-in, núna eru þau í uþb. 2,053 GB, þeir hafa greinilega áttað sig á því að fólk mun aldrei koma til með að nota allt þetta. …sem á örugglega eftir að bíta þá í rassinn síðar…. www.gmail.com sýnir stöðuna eins og hún er nú.

Ibanez RG1570 (8 álit)

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég er að hugsa um þennan gítar, Ibanez RG1570 og vil fá að vita hvað ykkur finnst um hann. Allar þær gagnrýnir(t.d harmony central.com) sem hef lesið um hann hafa bara verið góðar og sjálfur hef ég spilað á svipaðan gítar og líkað vel við. Ég hef spilað í rúm 10 ár svo ég kann hitt og þetta.

Hvaða bönd? (39 álit)

í Metall fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Jæja, hvaða bönd vill landinn sjá spila á nýju ári? Persónulega væri maður til í að sjá Petrucci taka sólóið í Under a Glass Moon með Dream Theater.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok