Í ljósi nýjustu kannanna er auðvelt að álykta að slagurinn milli D og S sé sífellt að verða blóðugri. Það hefur í för með sér ýmsar skapsveiflur og glappaskot hjá frambjóðendum. Lokaspretturinn nálgast óðfluga og trúið því eður ei - Frjálslyndir eru að mælast með 9% !! Nú spyr ég þó: Hver af leiðtogum flokkanna stóð sig best í kosningasjónvarpi RÚV þann 13/4? Að mínu mati stóð Ingibjörg sig frábærlega, hennar albesta frammistaða í langan tíma.