Ég var að taka til inni hjá mér of fann þetta ljóð krotað á blað (væntanlega skrifað í apríl byrjun) og fannst skemmtileg lesning eftir á svo ég ákvað að henda því hingað inn. Vornótt í apríl byrjun. Hugur minn hjá asna dvelur, sér hvorki tangur né tetur. Vornótt í apríl byrjun, þú brýtur mitt hjarta, mélið er smærra. Hræ ég sé í fjarska mig hungrar eftir hjarta, leita og leita, nær og nær teygi mig inn í þennan dauða mann. Hér er ekki neitt! Hingað hefur komið gráðug hóra, hún tók þessa sál...