Var að lesa grein sem fjallaði um nöfn jólasveinanna, ágætis grein en skýringarnar ekki alveg fullnægjandi, sbr. Giljagaur. Enginn skýrir þessi nöfn og hegðun jólasveinanna betur en Jóhannes úr Kötlum. Það eru nokkrar vísur á undan og eftir, almennt um jólasveinanna, hvaðan þeir eru og svo í lokin hvernig þeir týndust aftur til baka, þannig að sá síðasti fer á þrettándanum. Hér ætla ég aðeins að setja vísurnar um sjálfa jólasveinana. Ég skrifa þær eftir minni, lærði þær sem barn, svo...