Fínn leikur gegn flottu liði Roma, enginn asi á mönnum en sást að Ítalirnir voru orðnir svolítið pirraðir á ungum leikmönnum United. Pique að setja sitt annað mark í Meistaradeildinni og Nani virkaði ferskur. Spalletti stillti upp, að mér fannst, aðeins of sterku liði fyrir eins þýðingarlítinn leik og þennan. Kannski vissi hann ekki af því að menn eins og Hewson og Eckersley voru í hóp. Annars bæði lið örugg áfram og verður að segjast að þetta voru 2 bestu liðin. P.S: Djöfull var Totti...