Ég keypti mér tölvu í september, sem hefur látið dálítið undarlega alveg frá byrjun. Þið vitið hvernig það er á mörgum tölvum að ef maður hreyfir músina ekkert í u.þ.b. kortér, þá fer tölvan í “energy saving mode” þannig að það slokknar á skjánum og græna ljósið á honum verður gult. Hjá mér gerist þetta alltaf eftir nákvæmlega 15 mínútur, en þegar ég hreyfi músina aftur, þá kviknar ekki aftur á skjánum. Tölvan er þó komin aftur í gang, því ef ég ýti á Alt+F4 og svo Enter þá get ég slökkt á...