Jæja, nú vilja þeir rífa burt hluta af laugarveginum og búa til eina “kringluna” enn, og ég kemst ekki hjá því að hugsa, afhverju í ósköpunum? Til að hafa ennþá meira og ljótara ósamræmi í arkitektúr? Eða á allt að blandast endanlega saman, ekki nógu mikil flóra nú þegar? Ég veit ekki með ykkur en ég fer niður í bæ því mér finnst það notalegt, Kringlan beinlínis hræðir mig með öll þessi jólaljós í lok október. Og þar sem allar hliðargöturnar eru gamlar og sætar en vissulega óskipulagðar...