Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

crazy
crazy Notandi frá fornöld 2.684 stig

Hörður á skotskónum (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
“VIÐ spiluðum undir getu í þessum leik. Það vantaði kraft í leik okkar og gegn öðrum liðum hefði það getað reynst dýrt,” sagði Hörður Magnússon, sem skoraði bæði mörk FH í 2:0 sigri gegn Tindastóli í Kaplakrika. FH er áfram í efsta sæti deildarinnar, hefur 28 stig, einu fleira en Valsmenn sem fylgja Hafnarfjarðarliðinu sem skugginn eftir 5:0 sigur á Skallagrími.

Winnie ekki meira með (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Allt bendir til þess að skoski varnarmaðurinn David Winnie leiki ekki meira með liðinu í sumar. Winnie hefur verið frá í nokkurn tíma, eftir að hann meiddist á æfingu KR fyrir fyrri Evrópuleikinn gegn Bröndby í Kaupmannahöfn, og entist aðeins í ríflega tuttugu mínútur gegn Blikum í gær. Ljóst er að meiðsli leikmannsins eru alvarleg og svo gæti farið að hann hafi leikið sinn síðasta leik fyrir KR

Íslandsmótið í golfi á Jaðarsvelli, Akureyri hófst (0 álit)

í Golf fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Keppni í meistaraflokki karla og kvenna á Landsmótinu í golfi hófst í morgun á Jaðarsvelli á Akureyri. Mótið stendur yfir í fjóra daga, lýkur síðdegis á sunnudaginn og verða þá krýndir Íslandsmeistarar í greininni. Ólöf María Jónsdóttir og Björgvin Sigurbergsson, bæði úr golfklúbbnum Keili, eiga titil að verja.

Isusu Trooper (12 álit)

í Jeppar fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Þetta er einstaklega skemmtilegur bíll í akstri og frábær á vegum á hálendinu. ef ég hefði verið á öðruvísi bíl þá væri ég ekki hér.. hann er hreint frábær!

Innkalla 6,5 milljónir Firestone-dekkja af öryggis (2 álit)

í Jeppar fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Hjólbarðaframleiðandinn Bridgestone/Firestone ætlar að innkalla 6,5 milljónir dekkja af öryggisástæðum. Talið er að það megi rekja 46 dauðaslys í Bandaríkjunum til dekkjanna. Fjölmargar kvartanir hafa borist um skemmda hjólbarða, sem hafa hreinlega flagnað af á fullri ferð með hörmulegum afleiðingum. Hjólbarðategundirnar sem hér um ræðir eru Firestone ATX, ATX II og Wilderness AT og eru dekkin framleidd í Norður-Ameríku.

Svartá í Bárðardal (0 álit)

í Veiði fyrir 24 árum, 3 mánuðum
ég fór í þennan frábæra veiðitúr í Svartá í Bárðardal og átti þarna góðan dag með félaga mínum og föður við frábærar aðstæður og tel ég þetta vera með flottari silungsveiðiám landsins. Aflinn varð 13 silungar á aðeins 4 tímum með 1 stöng. Hvet ég alla sem eiga ferð um norðurlandið að kíja á ána.

Renault vélar hjá 3 liðum? (0 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Áætlanir Renault ganga núna út á að sjá auk Benetton, Prost og Minardi fyrir vélum. Það mun þó aðeins gerast með nýjum eigendum liðanna, en bæði liðin eru til sölu. Lið Benetton mun heita Renault frá og með 2002.

Arnar frá í nokkrar vikur (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Arnar Gunnlaugsson, Skagamaðurinn knái hjá Leicester City, gekkst í síðustu viku undir skurðaðgerð vegna meiðsla í nára og verður hann frá æfingum í að minnsta kosti tvær vikur. Arnari hafði gengið mjög vel að undanförnu og var bjartsýnn á veturinn en meiðslin í náranum komu á undirbúningstímabilinu og því er allt eins víst að Arnar verði ekki klár í slaginn hjá Leicester fyrr en eftir 4-6 vikur.

Boksic til Middlesbrough (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Middlesbrough hefur gengið frá kaupum sínum á Króatanum Alen Boksic frá Lazio. Kaupverðið er 2,5 milljónir punda, um 300 milljónir íslenskra króna. Boksic hefur þegar fengið atvinnuleyfi og getur því leikið í opnunarleik Middlesbrough á þessari leiktíð, í útileik gegn Coventry. Talið er að Boksic verði launahæsti leikmaður Bretlandseyja og hafa tölur allt að 63000 pundum (7 milljónir króna) á viku verið nefndar. Bryan Robson, stjóri liðsins, vísar þessu þó á bug.

Fowler frá í mánuð (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Robbie Fowler, fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, hefur tilkynnt að hann muni verða frá í mánuð vegna ökklameiðsla sem hann hlaut í vináttuleik gegn skoska liðinu Glentoran fyrir skömmu. Hann mun því missa af fyrstu umferðum ensku deildarkeppninnar. Þrátt fyrir meiðslin er Fowler bjartsýnn á góðan bata og hann segist koma inn á fullu eftir mánuð.

8 milljónir punda fyrir Lennon (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Ef Leicester-leikmaðurinn Neil Lennon ætlar að fylgja sínum gamla stjóra, Martin O'Neill, til Glasgow Celtic verður sá síðarnefndi að reiða fram 8 milljónir punda ef marka má orð nýja stjórans á Filbert Street í Leicester, Peter Taylor. O'Neill hefur gert tilboð í Lennon upp á 6,5 milljónir punda, en Taylor neitaði því boði og vonast til að geta haldið í Norður-Írann, sem O'Neill keypti á sínum tíma fyrir aðeins 500.000 pund frá Crewe.

Maradona vildi spila gegn United (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Argentínska knattspyrnugoðið Diego Maradona lýsti yfir áhuga sínum á að spila með maltneska liðinu Birkirkara gegn Manchester United í leik sem fram fer í kvöld(9/8). Maradona var þó ekki til í að spila ókeypis því hann vildi fá tæpar tuttugu milljónir fyrir að spila leikinn. Þetta fannst forráðamönnum Birkirkara, sem KR sló út í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á dögunum, of mikið og afþökkuðu gott boð. Maradona hefur fengið leyfi frá læknum til að spila knattspyrnu á ný og vildi...

Heil umferð 9/8 (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Heil umferð var í landsímadeildinni í kvöld og fóru leikirnir svona: Fylkir 1 -fram 0, ÍBV 1 - ÍA 0, Grindavík 2 - Leiftur 2, Stjarnan 1 - Keflavík 1, KR 3 - Breiðablik 2.

Fylkismenn með fimm stiga forskot (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Fylkismenn juku forystu sína í Landssímadeildinni í fimm stig með sigri á Frömurum í kvöld, 1:0. Fylkir hefur nú 29 stig en KR-ingar, sem unnu nauman sigur á Breiðabliki 3:2 eftir að hafa skorað fyrstu þrjú mörkin, eru komnir upp fyrir Eyjamenn í annað sætið með 24 stig. Þeir eiga þó leik til góða á Fylki og geta minnkað muninn í tvö stig.

EM 2008 á Bretlandseyjum? (0 álit)

í Hugi fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Knattspyrnuyfirvöld á Skotlandi, Wales, Norður-Írlandi og Írlandi íhuga að leggja fram umsókn um að halda Evrópumótið í knattspyrnu árið 2008. Belgía og Holland héldu sameiginlega Evrópumótið í sumar og S-Kórea og Japan mun einnig standa sameiginlega að mótshaldi heimsmeistarakeppninnar 2002. Næsta Evrópumót verður haldið í Portúgal 2004. Englendingar voru mótshaldarar á EM 1996.

schumi í mölinni ... (0 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Schumacher sagði að dóttir sín, Gina-Maria, hefði hjálpað sér að yfirstíga áfallið við það að falla úr keppninni í Hockenheim. „Þegar ég kom heim leit Gina áhyggjufull á mig og sagði: Pabbi þú endaðir aftur í mölinni“ sagði Schumacher og bætti við: „Það var ekki hægt annað en að hlæja og alltí einu voru áhyggjurnar orðnar miklu minni”.

Mun Lotus nafnið prýða Formúlulið aftur? (0 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Svo kann að fara að Lotus merkið muni sjást á ný í Formúlunni. En samkvæmt frétt breska blaðsins Sunday Telegraph, er David Hunt, sem er bróðir James Hunt, fyrverandi Formúlu-1 ökuþórs, að leita eftir kaupum á Prostliðinu.

2 í banni (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Á fundi aganefndar KSÍ í gær voru Sturlaugur Haraldsson leikmaður ÍA og Páll Guðmundsson í liði ÍBV úrskurðaðir í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda.

ísland upp um 5 sæti á heimslistanum (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Ísland færist upp um fimm sæti á heimslista Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA) og er komið upp í 51. sæti. Íslendingar hafa leikið einn landsleik síðasta mánuðinn, gegn Möltu, og vann öruggan sigur, 5:0.

Tyson þáði ekki mútur (4 álit)

í Box fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Sögusagnir eru uppi um að Tyson hafi verið boðnar mútur ef hann hefði tapað síðasta bardaga sínum en auðvitað þáði hann það ekki.. múturnar eru taldar nema fleiri milljónum. Ekki er vitað hverjir stóðu fyrir tilboðinu. (heimild af sænskri box síðu)

Oddfellow golfvöllurinn (0 álit)

í Golf fyrir 24 árum, 4 mánuðum
ég vill bara mæla með þessum frábæra golfvelli :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok