“Ég veit ekki…” …er sú setning sem skýtur upp í huga mér er ég skrifa. Aftur, og aftur og aftur. Það eru nefnilega alltaf tveir litlir púkar á hvorri öxl minni, gargandi og vælandi í eyru mín þegar ég tek ákvarðanir, um hvað sem er. Onei, það er enginn lítill sætur engill sem reynir að segja mér hvað sé gott og rétt. Ég hef aðeins mína djöfla að draga, þeir eru nefninlega raunverulega til staðar, og ég trúi ekki á engla, þegar út í það er farið. Djöflar, (hlátur), þeir eru raunverulegir. Svo...