Ég græt á nóttunni meðan býflugurnar suða og reyna að komast inn um gluggann minn. Þeim tekst það ekki og Ég get ekki fótað mig í þessum skógi. Dag eftir dag hrasa ég stanslaust. Lappir mínar blóðugar, hendur mínar máttvana. Ég held mér fast í koddann og sængina og bíð eftir deginum. Þegar sólin brýst fram úr skýjunum er kominn tími til að fara á fætur, tími til að hætta að gráta. Sólin þerrar tárin á kinnunum og skilur eftir saltar slóðir, minningar um dimmar nætur. Ég hleyp í vindinum og...