Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Teiknaðar skinkuógeðsaugabrúnir (19 álit)

í Tíska & útlit fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Hvað er málið með risaaugabrúnir sem eru krotaðar á með eyeliner og taka næstum því helminginn af andlitinu og láta stelpur líta út eins og dragdrottningar!? AAAAA…þetta pirrar mig!

suð býflugannna (0 álit)

í Ljóð fyrir 15 árum
Ég græt á nóttunni meðan býflugurnar suða og reyna að komast inn um gluggann minn. Þeim tekst það ekki og Ég get ekki fótað mig í þessum skógi. Dag eftir dag hrasa ég stanslaust. Lappir mínar blóðugar, hendur mínar máttvana. Ég held mér fast í koddann og sængina og bíð eftir deginum. Þegar sólin brýst fram úr skýjunum er kominn tími til að fara á fætur, tími til að hætta að gráta. Sólin þerrar tárin á kinnunum og skilur eftir saltar slóðir, minningar um dimmar nætur. Ég hleyp í vindinum og...

kvöld mávanna (0 álit)

í Ljóð fyrir 15 árum, 8 mánuðum
þetta kvöld eftir dansleikinn hljóp stelpan niður í fjöruna í bláum síðkjól. og hún klæddi sig úr skónum og henti þeim í rigningarblautt grasið og svo hélt hún áfram að hlaupa þangað til hún stóð berfætt í sandinum alveg við sjóinn og lét brimöldurnar gegnbleyta sig. og hún hló því henni var heitt og hún var rjóð í kinnum eftir dansleikinn en sjórinn var svo svalandi og svo var hann líka svo góður á bragðið að hún sleikti út um. og hún óð lengra út á hafið þar sem öldurnar biðu hennar...

robert pattinson (10 álit)

í Fræga fólkið fyrir 15 árum, 8 mánuðum
:D

trivia (8 álit)

í Fræga fólkið fyrir 15 árum, 9 mánuðum
trivia

ég man (0 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 11 mánuðum
ég man þegar ég og þú fluttum í stóru, nýju íbúðina hvað við vorum hamingjusöm þá svo missti ég vinnuna og þú varðst veikur og einn daginn komu þeir; svartklæddir með sólgleraugu og við vorum sett á götuna ég man þegar við fluttum inná mömmu og pabba bjuggum í stofunni og áttum engan pening gerðum þau blönk þú alltaf fullur pabbi brjálaðist á endanum henti okkur út og við lentum aftur á götunni ég man þegar við fluttum upp á háaloft hjá gamalli konu og þegar ég fattaði að ég var ólétt svo...

úti á jólanótt (0 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 11 mánuðum
stór snjókorn sem vagga hægt niður til jarðar englakór í skýjunum syngur heims um ból eplakinnar, ljóslukt glampinn í augum þínum

Ónefnd smásaga eftir mig (3 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ég sit við gluggann og horfi á regnið. Þvotturinn er að verða gegnumblautur. Ég glotti. Fuglinn í búrinu tístir. Eða hann tístir reyndar ekki. Hann meira svona galar. Það er frekar pirrandi. Mig langar stundum að taka búrið og henda því út í vegg. En ég elska fuglinn minn. Ég elska Arnúlf. Ég nenni ekki að ná í þvottinn. Andskotans þvottur alltaf hreint. Hvað þarf maður að vera að þvo þennan þvott? Til þess að hengja hann upp? Láta rigna á hann. Hann Dósóþeus nennir aldrei að ná í þvottinn....

rigning (1 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 12 mánuðum
lemjandi höfðinu upp við vegginn og ég átta mig skrifandi: ég elska þig í móðuna á glugganum og ég átta mig grátandi og ég átta mig ég átta mig á því að ást mín er jafn vonlaus eins og tár mín ég átta mig á því að tár mín eru til einskis þau munu skolast í burtu með rigningarvatninu og munu að lokum hverfa gufa upp verða að engu
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok