Iggy og Ziggy Á meðan vímuskýið lá enn yfir 7. áratugnum brutust The Stooges skyndilega fram, öllum að óvörum með tímalausu hráu rokki. Líkt og Velvet Underground, drógu the Stooges upp mynd af kynlífi, eiturlyfjum og rokki sem fáir höfðu þorað að horfast í augu við. The Stooges voru samt engan veginn jafn vitsmunalegir í textasmíðum sínum og Velvet. Stooges voru undir áhrifum frá mörgum tónlistarstefnum þ.á.m. taktföstum breskum blús, hinum frumstæðu og hráu tónum sem einkenndu amerískt...