Erlent | AFP | 24.10.2001 | 13:25 Danskur nýnasisti boðar framboð Formaður danska nýnasistaflokksins, sem losnaði úr fangelsi í ágúst þar sem hann sat af sér dóm fyrir að aka á þátttakendur í mótmælagöngu gegn nýnasisma, tilkynnti í morgun að hann ætlaði að bjóða sig fram í næstu sveitarstjórnakosningum sem haldnar verða í lok næsta mánaðar. Jonni Hansen, sem er þrítugur að aldri, ætlar að bjóða sig fram til bæjarstjórnar Hróarskeldu. Hansen bauð sig fram í bæjarstjórnarkosningunum í Grave,...