Vitna hér í Hafstein. Þetta er bara einhver brandari! Það hlýtur að vera! Þegar við gengum inn í skólann var okkur vísað í skólastofu sem við fengum til afnota. Þar lögðum við frá okkur öll okkar gögn og röðuðum upp stólum og borðum svo við gætum sest beint við vinnu í hléinu milli umferða. Svo hefst keppnin og gengur vel, þar til fyrri umferð lýkur. Þá gerðum við okkur líklega til að fara inn í stofuna okkar og hefjast handa við að skipuleggja seinni umferðina. Þá kemur upp úr dúrnum að...