Ég fékk gjafabréf í skífunni í jólagjöf. Ég keypti mér tvo diska sem saman kostuðu 1200 kall. Ótrúlegt en satt. Þetta voru diskar sem ekki er oft minnst á, Tsjajkovskíj, þrír ballettar, og Flight of the Bumblebee, ýmiskonar vorlög. Allt klassískt auðvitað. Nú mér fannst ég hafa gert góð kaup, en þegar ég fór að hlusta almennilega komst ég að því að Tsjajkovskíj var meiri snillingur en ég hélt. Svanavatnið er bara hrein snilld og það er ekkert sem kemst í hálfkvisti við hina stórkostlegu...