Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Cube 2 (22 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ef að það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér þá er það þegar myndir sem eru byggðar á góðum hugmyndum en eru klúðraðar af metnaðarleysi eða einfaldlega kunnáttuleysi. Ein svoleiðis mynd var Cube. Þetta var mynd sem var gerð fyrir allt of litla peninga í kanada en sló samt í gegn vegna sérstöðu hugmyndarinnar á bak við hana. Hún fjallaði um sjö einstaklinga sem vakna inn í risastórum kubb. Þau hafa ekki hugmynd um það hvernig þau eiga að koma sér út en þau hafa öll einhverja hæfileika sem...

Er Neo Jesús? (29 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég rakst á skemmtilega grein á netinu um daginn sem fjallar um samlíkingu á Neo úr The Matrix og Jesús Krist. Ég ætla ekki að koma með alla greinina hérna en ég ætla hinsvegar að stikla á stóru atriðunum. Neo: Neo þýðir breyting og er einnig orðaleikur(Neo=The One). Hann er kallaður The Chosen One af Morpheus. Hann fæðist í raun í vélinni sem líkist móðurkvið( með slöngur sem naflastreng og svo að lokum göngin sem koma honum í heiminn). Þessa fæðingu mætti kalla Virgin Birth því það er...

Aronofsky með sci-fi mynd (4 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Darren Aronofsky(Pí, Requiem for a dream) er um þessar mundir að gera sci-fi mynd sem á að heita Last man. Í aðalhlutverkum eru Brad Pitt og Cate Blanchett. Þetta á að sögn Darren að vera heimspekileg sci-fi mynd í anda Matrix. Hann hefur samt tekið það fram að hann ætli ekki að stæla Matrix á neinn hátt því hann ber mikla virðingu fyrir þeirri mynd. Hann segir að Matrix tákni tíðarandann í dag í sci-fi myndum og þess vegna líkir hann henni við Matrix. Hann lofar því samt að myndin verði...

Swordfish (14 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég fór á forsýninguna á Swordfish um daginn. Ég vissi eiginlega ekki hvað ég var að fara að sjá. Ég hafði heyrt að þetta væri svona matrix-ish hakkara mynd. Hún er nú ekki jafnflott og matrix( enda eru fáar myndir sem þola samanburð við hana). Hinsvegar var þessi mynd hin ágætasta skemmtun. Þetta er fín afþreyingarmynd með flottum hasaratriðum og gellum( halle berry arrrrr). Hugh Jackman(X-men) er frekar þunnur í þessari mynd og hann er ekki ennþá búinn að sanna fyrir mér að hann eigi allt...

Busavígsla (30 álit)

í Skóli fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Nú er alltaf verið að minnka busavígslurnar með hverju ári. Þegar ég var busi í menntaskóla þá var bara svona skemmtilegir hrekkir sem allir ættu að hafa gaman af. Þetta var auðvitað miklu verra fyrir nokkrum árum þegar það var nánast ráðist á fólk. Ég vil bara ekki að þessi hefð detti niður( veit einhver annars hvaðan hún kemur?) mér finnst gaman af henni og ef fólk vill ekki fara á þessar vígslur þá sleppir það því bara. Ég held að á næsta ári í skólanum mínum(MS) verður bara eitthvað...

Tölvuleikarar (13 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ég var að lesa um mynd sem Andrew Niccol( Gattaca) er að gera með Al Pacino. Þessi mynd heitir Simone og fjallar um kvikmyndaframleiðanda sem ákveður að nota tölvugerða leikkonu í mynd eftir að aðalleikkonan hættir við. Honum til mikillar mæðu verður tölvuleikkonan mjög fræg á stuttum tíma en enginn veit að hún er ekki raunveruleg. Ég ætla samt ekki fjalla um þessa mynd heldur möguleikann á því að gera tölvuteiknaðan leikara. Nú eru laun leikara að hækka upp úr öllu valdi og framleiðendur...

Óvæntur endir (18 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 5 mánuðum
“Ég hélt að það væri hin gaurinn”. “Ég vissi að það var hann allan tímann”. Þetta eru setningar sem hljóma á vörum okkar þegar við sjáum þessar myndir. Þessar myndir fá mann til að pæla þegar maður kemur heim frá bíóinu og jafnvel í nokkra daga. Þessar myndir geta gert mann brjálaðan eða gífurlega hamingjusaman. Hvaða myndir eru þetta? Jú þetta er “plottmyndirnar” með óvænta endanum sem enginn sá fyrir. Í þessum flokk eru myndir eins og The Usual Suspects, Shawshank Redemption, Se7en,The...

Planes, Traines and Automobiles (5 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Þessi snilldarmynd er ein af betri grínmyndum sem ég hef séð. John Candy var vanmetinn grínleikari sem ég dýrkaði á mínum yngri árum. Því miður lést þessi frábæri leikari fyrir nokkrum árum og ætla ég því að fjalla aðeins um þessa mynd honum til heiðurs. Planes, Traines and Automobiles fjallar um Neil Page, sem Steve Martin leikur, og ferð hans heim um þakkargjörðarhátíðina. Hann er vinnusjúkur og stífur viðskiptamaður sem er aldrei heima. Hann er búinn að lofa yndislegu eiginkonu sinni að...

U.N.G. (7 álit)

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ein af mestu snilldunum við Friends finnst mér vera Ugly naked guy. Mér finnst að hann ætti að koma meira við sögu í Friends. Fyrir þá sem ekki vita þá er Ugly naked guy auðvitað nágranni Monicu sem býr hinum megin við götuna. Hann er alltaf allsber heima hjá sér og er, eins og nafnið gefur til kynna, frekar ómyndarlegur. Þau er búin að vera að horfa á hann í gegnum öll árin frá glugganum hennar Monicu og hér eru nokkur dæmi um skemmtilegar línur sem hafa komið í kjölfarið. (Ég nennti ekki...

Starfsferill Joey´s (9 álit)

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Hann Joey hefur nú ekki alltaf verið atvinnulaus. Einstaka sinnum fær hann hlutverk í þáttum, auglýsingum eða jafnvel kvikmyndum. Hér eru dæmi um hlutverk sem hann hefur fengið: 1.Gosi-í litlu leikhúsi í Central Park 2.ljósritunargaur í klámmynd( sem horfir á :) 3.Sigmund Freud-Freud 4.Lík- Outbreak 2 5.Kevin-Amazing Discoveries(Milk Master 2000:) 6.Victor-Boxing Day 7.Dr. Drake Ramoray- Days of our lives 8.Mac Macchavelli(einkaspæjari)-Mac and C.H.E.E.S.E. Síðan er þau nokkur hlutverkin sem...

Fortíð Phoebe?????? (6 álit)

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Það er margt frekar skuggalegt við fortíð Phoebe. Mamma hennar dó auðvitað þegar hún var 14 ára( um jólahátíðina). Þá var hún sett í aromatherapy því hún varð svoldið rugluð eftir dauðsfall móður sinnar. Síðan bjó hún með stjúpföður sínum, Albino Bob, í smá tíma( á götunni). Þar hefur hún greinilega hitt allskonar furðufólk því hún rifjar oft upp skrýtið fólk í þáttunum. Hún þekkti karlinn sem sleikti hálsinn á Chandler í neðanjarðarlest:) síðan þegar hún var með Gary( löggunni) þá talaði...

fleiri fróðleiksmolar (9 álit)

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Nokkrir fróðleiksmolar sem ég held að hafi aldrei komið hér fram áður. (ath. þetta er mismerkilegir molar að sjálfsögðu:). 1.David Schwimmer fór í Beverly Hills High skólann sem Beverly Hills 90210 eru byggðir á enda er hann nett snobbaður greyið. 2.Matthew Perry birtist einmitt í einum BH 90210 þætti snemma á ferlinum. Hann segist muna lítið eftir því og vill helst gleyma því 3.Schwimmer er sonur tveggja lögfræðinga í LA(karl og konu :) 4.Matthew Perry er mjög hrifinn af kvenkyns söngvurum...

Tveir góðir (2 álit)

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég er frekar sáttur við síðustu tvo þætti, þeir voru mjög fyndnir. Þetta er farið að líta betur út núna og það er kominn aftur svona kjánaskapur sem maður vill sjá í þessum þáttum. Mér fannst mjög fyndið að sjá Joey og Ross rífast yfir stelpu og segja frá ýmsum leyndarmálum í leiðinni. Það er greinilegt að Chandler er að breytast mikið út af giftingunni og það er lítið við því að gera. Joey heldur alltaf uppi fíflalátunum og stelpurnar eru að verða fyndnari, sérstaklega Rachel. Ég vona að...

Mun Indiana Jones lifa að eilífu? (14 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Mig langaði aðeins að spyrja þá sem vita mikið um Indiana Jones. Mun Indiana Jones lifa að eilífu? Ég var nefnilega að horfa á Last Crusade um daginn og í henni drekkur bæði Indiana og faðir hans úr bikarnum( holy grail) sem Jesús notaði við seinustu máltíðina. Á þá ekki Indiana og trúlegast faðir hans líka að lifa þá að eilífu. Er þá ekki kominn grundvöllur fyrir óteljandi Indiana Jones myndum. Gæti þessi sería þá lifað áfram um ókomna tíð, jafnvel að það kæmi fullt af geimmyndum um Indiana...

The Hire (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Nú hefur David Fincher( sá mikli snillingur) ákveðið að framleiða fimm digital stuttmyndir sem hægt er að downloada á netinu. Þessi sería af myndum hefur fengið nafnið The Hire. Hann er búinn af fá til liðs við sig 5 fræga leikstjóra. Þeir eru John Frankenheimer,Ang Lee, Wong Kar-wai,Alejandro González Inarittu og megasnillingurinn Guy Ritchie. Myndirnar heita Ambush(Frankenheimer),Chosen(Ang Lee),The Follow(Kar-wai),Powder Keg(Inarittu) og Star(Guy Ritchie). Allar myndirnar fjalla um...

Karlmennska (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Á Grænlandi þurfa 18 ára strákar að sanna karlmennsku sína með því að drekka eina tunnu af víni, drepa ísbjörn og ríða ljótustu kellingunni í þorpinu. Einn mjög ákafur strákur hleypur að tunnunni og skellir öllu víninu ofan í sig á mettíma. Þá hleypur hann út og skellir hurðinni á eftir sér. Hann kemur ekki aftur fyrr en daginn eftir. Hann er allur tættur og blóðugur og rauður í augunum. Hann lítur á alla og öskrar svo…………………….. …….“ Hvar er þessi kelling sem ég á að drepa”.

Líknardráp (21 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ég fatta ekki afhverju það má taka fólk af lífi fyrir glæpi en það má ekki taka þá af lífi ef maður biður um það. Eins og kemur fram í könnun hérna þá eru næstum því 80% hugafólksins sammála því að það ætti að leyfa líknardráp. Ég held að það sé best að draga skýrar línur um hvað er líknardráp og hvað ekki. Með líknardrápi er átt við að taka einhvern af lífi sem á enga von um áframhaldandi líf og er einungis að bíða eftir dauðanum. Það verður að vera búið að sannreyna alla aðra möguleika...

Mad lips?????? (2 álit)

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Það muna kannski nokkrir eftir því að vinirnir fóru í mad lips leikinn saman. Þá gerði Monica alla brjálaða því hún vildi fara strangt eftir reglunum. Þá spyrja kannski sumir, Hvað er mad lips? Mad lips er orðaleikur þar sem orðum er ruglað og sett svo saman í söguþráð. Ég skal koma með dæmi: Veljið eftirfarandi orð( sem eru númeruð)á ensku. 1.lýsingarorð 2.nafnorð 3.nafnorð 4.nafnorð 5.nafnorð 6.þjóðerni 7.athöfn sem þarfnast sérstaks klæðnaðs 8.sögn sem endar á -ing 9.líkamshluti...

Þrautirnar (11 álit)

í Raunveruleikaþættir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Hvað af þessum þrautum hefði maður getað gengið í gegnum. Persónulega held ég að ég hefði ekki getað borðað þessi skordýr sem þau þurftu að kyngja(jukk). Allt hitt var svona eðlilegt þeas hlaupa með eitthvað eða fylla eitthvað. Hinsvegar er spurning með þrjóskukeppnina( þar sem þau stóðu á staur í marga tíma). Keith var í einhverja 10 tíma úff. Maður hefur nú verið á tónleikum þar sem maður er orðinn þreyttur í fótunum eftir smástund á því að standa kyrr en 10 tímar( ekki sjens). Hvað finnst...

Boxpúði til sölu (3 álit)

í Box fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ég er að selja boxpúða með festingum og hönskum(ekki venjulegum keppnishönskum heldur æfingarhönskum). Ég hef ekki lengur stað til að hafa púðann minn uppi (því miður) og verð því að selja hann. Hann er ekki mikið notaður( hann var jólagjöf) og er hann því nánast nýr. Hann fæst á 18.000 kr en hann kostar glænýr 24.000 kr. Vonandi að einhver boxáhugamaður vilji byrja að prófa þetta sjálfur( þið sjáið ekki eftir því, þetta er þvílíkt gaman). Ef þið hafið áhuga þá hringið þið í mig í síma...

Hver er besti þakkargjörðarþátturinn? (0 álit)

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 7 mánuðum

Einelti í skólum (46 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ég vil bara aðeins koma þessari umræðu af stað þótt það sé kannski búið að koma áður. Ég tel þetta vera mjög alvarlegt mál því fólk getur mótast af svona hegðun og þá um leið skaddast í langan tíma og jafnvel ævilangt. Ég er reyndar ekki að tala af reynslu því ég slapp við allt einelti. Ég var hinsvegar gerandi í eineltismáli. Ég lagði strák í einelti þegar ég var í grunnskóla ásamt fleiri strákum. Við fórum oft nokkuð illa með hann, ég vil bara benda fólki á að ég viðurkenni það allveg að...

vinir í tölvu og sjónvarpi????? (12 álit)

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ég rakst á þessa skemmtilegu líkingu á netinu og eiginlega varð að koma henni hérna að. Hún er svo hljóðandi……. Friends in your computer: 1.Phoebe the printer - Works fine most of the time but occasionally goes mad and spouts out garbage. 2.Monica the Processor - Does all the hard work. 3.Chandler the CD Drive - Usually only used for fun. 4.Rachel, Windows 98 - Good fun until it gets in a mood and stops working. 5.Joey the Modem - Can get confused and slow things down. 6.Ross the Error...

Trommarar (27 álit)

í Rokk fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Trommarar eru ómissandi þáttur í rokkhljómsveit. Það eru sumir trommarar sem eru með mjög einkennandi sánd og flókin takt. Ég hef ekki hugmynd um hvað þessir gaurar heita en mér finnst trommarinn í Smashing Pumpkins vera mjög góður( Chamberlain heitir hann held ég) og svo er trommarinn í Korn mjög kraftmikill. Einnig finnst mér trommarinn í Pearl Jam frekar góður ásamt auðvitað Grohlaranum hjá Nirvana, sem var alltaf massívur. Hvað finnst ykkur? Hver stendur upp úr að ykkar mati? “Ringo...

Erfið skólaár vinanna (7 álit)

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Það hafa verið nokkrir flashback þættir í Friends þar sem gefnar eru upp ýmsar upplýsingar um bakgrunn vinanna. Oftast er talað um skólaár þeirra. Hér eru nokkrir punktar um skólaár þeirra: Monica: Monica var feit á þessum tíma og það sannaðist þegar hún var í barnaskóla og það þurfti að fá krakka úr gaggó til að vega salt með henni. Hún kynntist þar Rachel og á einhvern óskiljanlegan hátt urðu þær að vinkonum þrátt fyrir snobbið í Rachel(ég meina hún átti hest og bát á þessum tíma for...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok