Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Wachowski bræðurnir (15 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Mér datt núna svona í hug að koma með grein um Wachowskibræðurna í tilefni þess að nú styttist í The Matrix framhöldin. Það er ekki mikið hægt að grafa upp varðandi fortíð þessara furðufugla, sem hafa breytt kvikmyndaheiminum. Þeim er mjög illa við að vera í kastljósinu og veita enginn viðtöl. Larry Wachowski fæddist 21 júní árið 1965 og yngri bróður hans Andy Wachowski fæddist 29 desember árið 1967. Þeir fæddust báðir í Chicago og ólust upp þar í bæ. Þeir byrjuðu snemma að vinna saman og...

Murder in the first(1995) (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég var að sjá þessa mynd aftur núna um daginn og hún hefur alltaf virkað á mig sem gífurlega sterk kvikmynd um magnaða atburði. Í byrjun myndarinnar er sagt að myndin sé byggð á sannsögulegum atburðum. Það er samt ýmislegt ekki með feldu hvað sannsögulegt gildi myndarinnar varðar en ég kem síðar að því. Murder in the first fjallar um Henry Young(Kevin Bacon) sem var stungið inn í hið alræmda fangelsi Alcatraz árið 1936 fyrir að stela einungis 5 dollurum, sem átti að vera fyrir mat handa sér...

Jack Nicholson (21 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Eftir rúma fjóra áratugi í kvikmyndum og þar af 3 áratugi á toppnum er Jack Nicholson óneitanlega orðinn goðsögn í kvikmyndaheiminum. Hann er í dag frægasti kvikmyndaleikari sögunnar og þykir vera stjarna á meðal stjarnanna. Þegar leikarar eru spurðir út í það hvaða kvikmyndaleikari er sá sem þau líta upp til eða sá sem þau finna fyrir hvað mestri lotningu þá segja langflestir einfaldlega Jack. Með sitt hákarlaglott og sólgleraugun að sjálfsögðu hefur Jack staðið á toppnum í Hollywood í...

Coen-bræður (7 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Joel og Ethan Coen eru bræður í kvikmyndaheiminum sem flest allir kannast við. Þeir eru hausarnir á bak við nokkrum af fyndnustu,frumlegustu,furðulegustu og ánægjulegustu stundum sem hvíta tjaldið hefur endurvarpað. Þótt þeir vinni alltaf saman er Joel Coen alltaf titlaður sem leikstjóri en Ethan er alltaf til staðar til að aðstoða bróður sinn. Þeir skrifa allar sínar myndir sjálfir og klippa þær en þeir nota skemmtilegt leyninafn þegar nafnalistinn birtist í lok myndanna. Þar nota þeir...

Umdeildar myndir- seinni hluti (14 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hér með ætla ég að halda áfram upptalningu minni á umdeildum myndum sem mér þykir minnistæðar eða góðar. Priest: Þessi mynd frá 1994 segir frá prest að nafni Greg Pilkington sem lifir tvöföldu lífi. Hann er kaþólskur prestur sem elskar Guð sinn en hann er einnig samkynhneigður maður sem felur kynhneigð sína fyrir kirkjunni. Þessi mynd tekur á atriðum innan kaþólsku kirkjunnar líkt og Dogma og fjallar einnig um hommafóbíu. Presturinn á erfitt með að viðhalda ástarsambandi sínu við annan mann...

Umdeildar myndir- fyrri hluti (27 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Það er ekkert jafn leiðinlegt og dapurlegt en að fara á mynd og gleyma henni svo á sömu sekúndu þegar creditlistinn kemur upp. Það er samt sem áður allt yfirfullt af svokölluðum afþreyingarmyndum sem eingöngu skemmta manni/eða ekki á meðan myndin gengur og svo er ekkert skilið eftir fyrir heilafrumurnar að melta að mynd lokinni. Vissulega getur verið fínt að fara stundum í bíó, helst þunnur á sunnudagskveldi, horfa á flottar hasarsenur með mikinn hávaða og gleyma sér í smá stund. Þessi hluti...

The Eye(2002) (25 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Asíubúar eru farnir að minna heldur betur á sig í hryllingsmyndageiranum og vert er að minnast Ringu-myndanna sem kaninn þurfti endilega að endurgera og það illa. The Eye er mynd sem ég var búinn að lesa mikið um á erlendum kvikmyndasíðum og var ég því spenntur að kíkja á hana. Hún kom mér svo sannarlega á óvart og svei mér þá ef ég var ekki hræddari en þegar ég sá Ringu á sínum tíma. Eftir endalausa leit að henni fann ég hana að sjálfsögðu hjá snillingunum í Laugarásvideo og á DVD og allt....

25th Hour- besta mynd Spike Lee (12 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Spike Lee er leikstjóri sem ég hef alltaf haft mikla trú á en út af einhverjum ástæðum hefur hann ekki sýnt sínar bestu hliðar frá árum Do The Right Thing og Jungle Fever í síðustu myndum. Í 25th Hour er þessi gamli kraftur kominn aftur og vel það. Ég fer ekki langt frá því að segja að hér með er kominn besta mynd Spike Lee hingað til. Hann fær allt rétta fólkið í hlutverkin og fær frekar þétt handrit og spilar rétt úr þessum spilum og býr hér til “instant klassík”. Ég var svo djúpt snortinn...

Equilibrium(2002) (16 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þá er maður loksins búinn að sjá Equilibrium, ég hef beðið eftir henni í talsverðan tíma eins og eflaust margir aðrir. Ég verð nú bara að segja það að mér þykir það fáránlegt að þessi mynd sé ekki kominn í bíó hér á landi. Ég hafði passlegar væntingar þegar ég sá þessa á VCD en hún kom mér samt sem áður skemmtilega á óvart og leyfi ég mér að segja það að hún er verður örugglega valinn óvæntasta mynd ársins þegar hún kemur á video(vonandi). Equilibrium fjallar um distópíusamfélag sem hefur...

The Hard Way(1991) (7 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég tók þessa mynd á leigu nýlega. Ég hafði séð hana síðast fyrir mörgum árum síðan og hún var alltaf skemmtileg í minningunni. Hún stendur ennþá fyrir sínu á sinn hátt. Þetta er fínasta buddy-löggumynd. Michael J. Fox, sem mér þykir vera mjög hæfileikaríkur grínleikari, leikur hér Hollywood-leikarann Nick Lang. Nick er orðinn þreyttur á því að leika löggur alltaf eins í myndum sínum og vill fá að kynnast alvöru löggu sem er harður í horn að taka. Hann uppgötvar lögreglumanninn John...

Saturn Awards tilnefningar (8 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hin árlegu Saturn Awards, sem einblína á vísinda-,fantasíu-, og hryllingsmyndir, fara fram bráðlega. Tilnefningar til verðlaunanna í boði hafa verið tilkynntar. Það eru tvær myndir sem yfirgnæfa aðrar myndir í þessum geira og eru tilnefndar í 10 flokkum, það er The Two Towers og Minority Report. Þar rétt á eftir er Attack Of The Clones(6 tilnefningar) og Harry Potter and the chamber of secrets og Spiderman(báðar með 5 tilnefningar). Hér er allur listinn svo, ég merkti við þær sem mér þykir...

To End All Wars (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég var að fikra mig áfram á netinu þegar ég fann mynd sem ég kannast ekki við að hafa séð hér á landi. Þetta er mynd sem heitir To End All Wars og skartar tveimur þungarvigtarleikurum. Það eru þeir Kiefer Sutherland og Robert Carlyle. Myndin kom út árið 2001 og er leikstýrð af frekar óþekktum leikstjóra. Hún fær nú samt frábæra einkun á imdb.com eða 7.7 en það eru einungis 141 sem hafa gefið henni einkunn, þannig að mig grunar að þessi mynd sé nokkurn veginn týnd fyrir sjónum evrópubúa. To...

Bestu íþróttamyndirnar (18 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Það hefur alltaf verið erfitt að blanda saman íþróttum og kvikmyndum. Flestar íþróttakvikmyndir eru lélegar og asnalegar sökum þess hve kvikmyndaformið þarf alltaf að dramtísera íþróttirnar til að gera áhugaverða kvikmynd. Það sem oftast hefur virkað er að hafa íþróttirnar í bakgrunninum og hafa áhugaverðar persónur í forgrunninum. Mig langar að nefna nokkur dæmi um íþróttamyndir sem mér þykir hafa heppnast ágætlega. Raging Bull(1980): Ein allra besta íþróttamynd sögunnar sem fjallar um...

Sampla kvikmyndir (8 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Kvikmyndatímaritið Variety greindi frá því á dögunum að leikarinn Mike Myers og leikstjórinn Jay Roach(Austin Powers myndirnar,Meet The Parents) séu að vinna að mynd saman sem samanstendur af brotum úr öðrum myndum(sampla). Þetta er eitthvað sem þekkist í tónlist að stela bútum frá öðrum lögum en þetta hefur aldrei verið prófað með kvikmyndaformið. Það er Dreamworks fyrirtækið sem styður þá kumpána í þessari kvikmyndatilraun. Þeir ætla sem sé að taka búta úr allskonar myndum og reyna að búa...

Viðtal við The Guys (10 álit)

í Gamanþættir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Hér er frábært viðtal sem tímaritið Details tók við leikarana David Scwimmer,Matt LeBlanc og Matthew Perry í ágúst 2002. Þetta er opinskátt viðtal sem gefur manni svolítið aðra mynd af þeim kumpánum og þess vegna stóðst ég ekki þá freistingu að skella því hér inn. Það er svoldið langt en hey The More The Marrier. “Hverjum er ekki sama um hvernig vinsældir Friends urðu svona miklar. Við vildum vita hvernig þrír menn sem nota of mikið hárgel gátu orðið vinsælustu karlmenn Bandaríkjanna. Þannig...

Courtney Cox viðtal (8 álit)

í Gamanþættir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Q: Hvað dró þig að hlutverki Monicu í Friends? Courtney: Upphaflega átti ég að leika Rachel en mig langaði frekar að leika Monicu. Ég veit ekki hvort það var góð ákvörðun eða slæm, en þegar ég hugsa til baka þá held ég að það hafi verið vegna þess að ég kannaðist við þessa móðursýki hennar. Að vera taugatrekkt er eitthvað sem ég kannaðist við og því var hlutverk Monicu góð meðferð við því. Q: Hvað er það besta sem þú hefur fengið út úr Friends? C: Ætli það sé ekki vináttan við hina fimm...

Aronofsky leikstýrir næst Flickers (4 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Eftir að Brad Pitt dró sig úr myndinni The Fountain, sem Darren Aronofsky ætlaði að gera, til að leika Achilles í Troy hefur ekkert gengið að fá grænt ljós á hana. Myndin hefur verið í biðstöðu síðan og vonandi verður hún gerð seinna. Nú hefur hinsvegar Aronofsky ákveðið að ráðast í gerð myndar sem byggð er á skáldsögu eftir mann að nafni Theodore Roszak og heitir hún Flickers. Flickers fjallar um nema í kvikmyndaskóla sem er sannfærður um það að B-myndir séu vitnisburður um yfirvofandi...

Viðtal við Matthew Perry (5 álit)

í Gamanþættir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Hér viðtal við Matthew Perry sem blaðið Hello Magazine tók við hann nýlega. Hello Magazine: Matthew þú hefur sagt í fortíðinni að þú lifir lífinu til fullnustu? Matthew: (hristir hausinn) Já og það hefur komið mér í vandræði oft. H: Hvað gerðist við tökur á myndinni Serving Sara? M: Þetta er það sem gerðist. Myndin var að klárast og ég átti erftitt uppdráttar á þeim tíma. Á þannig tímum þarf maður að forgangsraða á réttan hátt þannig að ég sagði “Gleymdu þessari mynd og þessum sjónvarpsþætti...

Matt LeBlanc viðtal (3 álit)

í Gamanþættir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég fann mjög nýlegt viðtal við Matt LeBlanc(Joey) úr Friends. Hér kemur þýdd útgáfa af því. Q: Þetta var árið þar sem Matt LeBlanc fékk að blómstra í Friends. Var það pirrandi að þurfa að bíða eftir einhverju safaríku, eins og ástarþríhyrningur Joey,Rachel og Ross, fyrir karakterinn Joey? M: Nei nei ég er fullkomnlega sáttur við að vera bara í hópnum og vera kannski í bakgrunninum að skjóta í nokkrum bröndurum og styðja sögurnar. Þetta með Rachel var áhættusamt bragð og hefði getað farið í...

Will Smith að leika í I, Robot (1 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Will Smith er að fara að taka að sér heldur öðruvísi hlutverk næst á eftir Bad Boys 2, sem hann er að klára á næstunni. Hann ætlar að leika í myndinni I, Robot. I, Robot er sci-fi glæpamynd sem er byggð á bók eftir goðsögninni í vísindaskáldskap, Isaac Asimov. Myndin gerist í framtíðinni þar sem vélmenni eru orðin partur af hversdagsleikanum. Þessi vélmenni fara eftir 3 grunnreglum: a) vélmenni mega ekki skaða eða leyfa skaða á mannverum b) vélmenni verða að hlýða öllu sem mennirnir segja og...

E.T. Fróðleiksmolar í tilefni 20 ára afmælisútgáfu (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Nú eru liðin 20 ár síðan kvikmyndin E.T. kom út og gerði allt vitlaust um allan heim. Hún er ennþá í dag með tekjuhæstu kvikmyndum sögunnar. Í tilefni þess að afmælisútgáfa myndarinnar kom út á þessu ári sem er að líða þá vildi ég rifja upp ýmsan fróðleik og aðrar upplýsingar um þessa frábæru mynd. Ég held að þessi mynd sé partur af æskunni hjá nánast öllum af okkar kynslóð og hafði gífurleg áhrif á ímyndunarafl krakka og jók áhuga á leit að lífi í geiminum. 1. Steven Spielberg ætlaði...

Hvaða myndir á að horfa á um jólin? (31 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Nú er að byrja desember og maður ekki kominn í neinn jólafíling. Þá er oft hægt að horfa á kvikmyndir til að komast í rétta stemningu. Þá myndi maður velja sér 24 myndir til að horfa á, eina fyrir hvern dag fram að jólum. Svona væri mín upptalning…. 1.des Less Than Zero(1987): Má allveg byrja á svona þungri mynd um unglinga sem eyða jólafríinu sínu í eiturlyfjavímu. Robert Downey Jr. að sýna sitt rétta andlit hér. 2.des Lethal Weapon(1987): Svona skemmtileg eighties löggumynd með jólaþema og...

Er James Bond söluvara? (29 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Í nýjustu James Bond myndinni Die Another Day er mikið af flottum brellum og kvenmönnum, njósnarinn er svalari en nokkru sinni áður og aldrei hafa verið fleiri auglýsingar ha bíddu hvað hefur það með myndina að gera. Jú það hafa aldrei verið jafn mikið að leyndum og óleyndum auglýsingum í einni kvikmynd áður. Fyrri myndir, aðallega eftir að Pierce Brosnan gerðist njósnarinn, hafa innihaldið nokkuð mikið af auglýsingum og hefur þá bardaginn um Bond-bílinn verið eftirtektarverðast. Þetta er...

Viðtal við Jennifer Aniston (15 álit)

í Gamanþættir fyrir 22 árum
Ég fann nýlegt viðtal við gyðjuna Jennifer Aniston. Ég ákvað því að þýða það og skella því hérna inn. Hefur þig langað til að leika karakter sem er allgjör andstæða við þig, algjöra tæfu.? Jennifer: Já já mér þætti það gaman. Mig langar til að leika allskonar karaktera á einhverjum tímapunkti. Ég er eiginlega að gera það í The Good Girl, samt er hún ekki vond beint. Hún er bara týnd og veit ekki betur. Hún er bara leið á því að vera góð stelpa. Ég leik konu sem er gift og býr í Texas og hún...

Jennifer Government í framleiðslu Clooney og Soderbergh (0 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
George Clooney og Steven Soderbergh sem unnu saman að myndunum Out Of Sight, Ocean´s Eleven og Solaris eru duglegir við að framleiða myndir. Þeir eiga saman kvikmyndafyrirtækið Section Eight og hafa í huga að kaupa kvikmyndarétt að hinum ýmsu bókum. Ein þeirra er sci-fi satíran Jennifer Government sem kemur út í janúar 2003, furðulegt að kaupa kvikmyndarétt áður en bókin kemur út, en þeir hafa greinilega tröllatrú á efninu. Bókin er eftir rithöfundinn Max Barry sem meðal annars hefur skrifað...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok