Hinn 13. nóvember sl. gerði forseti Bandaríkjanna, Georg W. Bush mikið axarskaft með því að undirrita tilskipun um að leiða megi grunaða hryðjuverkamenn fyrir herrétt. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við það að grunaðir hryðjuverkamenn þurfi að svara til saka, en ég tel að óverjandi sé að það sé gert með þeim hætti sem tilskipunin hveður á um. Þessi tilskipun nær einungis til útlendinga, þ.e.a.s. þeirra sem ekki hafa bandarískt ríkisfang. Bandarískir ríkisborgarar virðast því enn eiga...