Alltaf þegar ég er að lesa undir próf þá verð ég oft svo þreytt og sofna yfir bókinni. Mér finnst það mjög pirrandi. Kannist þið ekki við þetta, sérstaklega þegar þið eruð að lesa mikið? Það er auðvitað mjög leiðinlegt að lesa þetta. Svo er líka að þegar ég er að lesa þá veit ég stundum ekkert hvað ég er að lesa. Ég bara les yfir þetta en hef ekki hugmynd um hvað þetta er. Þegar ég fatta ekki hvað ég er að lesa þá les ég setninguna aftur og aftur en fatta ekkert í henni. Ég fæ samt góðar...