Núna eru örugglega margir krakkar að hugsa um í hvaða skóla þeir eiga að fara í. Ég er í Menntaskólanum að Laugarvatni (ML)og það er frábært. Menntaskólinn að Laugarvatni er heimavistaskóli þar sem eru um 130 nemendur of flestir búa á vistunum sem eru þrjár: Kös, Nös og Fjarvist. Kösin er fyrir 1. bekk, Nös er fyrir 2. og 3. bekk og Fjarvist er í skólahúsinu og býr 4.bekkur þar. Nemendafélag ML kallast Mímir og er það öflugt félag. Á hverju ári eru nokkur böll haldin s.s. busaball,...