Árið 1521 var ríkisþing Hins heilaga rómverska keisaradæmis haldið í borginni Worms í fylkinu Rheinland-Pfalz í Þýskalandi. Það varð frægara en önnur ríkisþing því þar mætti Martin Lúther til að verja kenningar sínar. Vegna flókinna tengsla veraldslegs og geistlegs valds á þessum tíma var Lúther stefnt fyrir keisaralegt þing en ekki ráð skipað af páfa. Í júní 1520 hafði þáverandi páfi Leó X fordæmt 41 tillögu Lúthers, en Lúther hélt áfram vinnu sinni og gagnrýni á páfadóm og kenningar hans....