Það hefur vakið athygli mína að það vita fáir um fornu borgina Knossos. Hin forna borg Knossos er staðsett á miðri Krít. Núna er þetta gríðarlega vinsæll ferðamannastaður. Knossos var byggð um það bil 1900 fyrir Krist og var byggð ofan á fyrrverandi byggð sem hafði verið eyði í nokkurn tíma. Hún var eyðilögð seinna í kringum 1700 fyrir Krist. Margir telja að það hafi verið annaðhvort út af innrás af meginlandinu eða stórum jarðskjálfta því að það hafa fundist rústir í kringum Knossos sem...