Hugur frá Ketilsstöðum er 5 vetra sótrauðblesóttur,sokkóttur og glaseygður. Hann er sonur Ör frá Ketilsstöðum, en hún slasaðist illa á fæti sem tryppi og var ekki hægt að temja hana sökum þess. Ör er undan Kjarval frá Sauðárkróki sem er með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og Framkvæmd frá Ketilsstöðum, en sammæðra henni eru Djörfung, Minning og Flugnir. Djörfung frá Ketilsstöðum var fjögurra vetra á síðasta landsmóti og var með 8,23 í aðaleinkunn. 8,68 fyrir hæfileika, m.a 9,5 fyrir skeið og...