Sæl og blessuð, öll sömul. Ég var að spá í því hvers vegna flest dagblöð, sjónvarpsdagskrár og sjónvarpsstöðvar eru með myndir úr tískuheiminum, þar sem yfirleitt birtast þær myndir sem eru svæsnastar af þeim sem komu fram á sýningunum sjálfum og niðurlægja konur einna mest. Ég held að hér sé einhver stórmisskilningur á ferðinni. Líklega er til fólk sem hefur áhuga á tísku og vill sjá tískusýningar og pæla í því hvernig hægt er að búa til ný og skemmtileg föt. En er þetta ekki misnotkun á...