Það sem ég á við hér er að heimurinn er margræður og flókinn. Þegar börn koma til mín og tala um fólkið sem það sér og ég sé líka en aðrir ekki. Hvað á ég þá að segja? Fyrirgefðu elskan en þú ert geðveik, það sem meira er ég er það líka…en höfum bara hljótt um það. Hvað á ég að segja við ungling sem sér fjólubláa litinn í kringum ömmu, litinn sem ég sé líka? Þótt ég viti ekki alveg afhverju ég sé og af hverju hann sér, á ég þá að svara:,,þetta er allt í lagi, við erum bara geðveik en við...