Hafnfirðingur tók sér far með leigubíl frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. Leigubílstjórinn reyndi að koma á vitrænum samræðum og spurði: ,,Veistu hver er ekki bróðir minn, ekki systir mín en samt barn foreldra minna?“ Hafnfirðingurinn hugsaði sig lengi um en svaraði síðan neitandi. ,,Nú, auðvitað ég sjálfur!” skríkti leigubílstjórinn og Hafnfirðingurinn kinkaði kolli og klóraði sér. Þegar hann kom heim í Hafnarfjörð spurði hann konuna sína sömu spurningar: ,,Heyrðu, Dúna mín, veistu hver er...