Í síðustu viku mætti ég á hljómsveitaræfingu og kveikti á mínum yndislega JVM410H marshall haus. Eftir einungis um 5 mínútna spil á lágum styrkleika gaf hann frá sér lítið hljóð, sem er ekki ósvipað því sem hann gefur frá sér þegar maður slekkur á honum (eða svona svipað og þegar maður slekkur á sjónvarpi eða tölvu), og bæði það sem ég var að spila og hið venjulega suð sem heyrist með hætti algjörlega. Þegar ég lít inní magnarann sé ég að ljós er á öllum lömpum. Einnig er ljós á Power...