Þakka þér fyrir góða grein Alexei. Það sem þú heyrðir er að nokkru leiti rétt, þ.e. ríkið tryggir hluta af greiðslunni, ef ekki tekst að innheimta hjá glæpamanninum, en þær verða að byrja á því að rukka hann, sem er auðvitað alveg fáránlegt. Varðandi dóma í svona málum yfir höfuð, þá eru þeir móðgun við réttlætiskennd allra sem á annað borð hafa einhverja réttlætiskennd. Við verðum líklega að bíða eftir því að einhver nákominn þessum dómurum verði fórnarlamb svona öfugugga til að sjá réttláta dóma.