BFCA er samtök bandarískra kvikmyndagagnrýnenda og í gærkvöldi voru hin árlegu “The Critics' Choice Awards” afhent í Los Angeles. Vinningskvikmyndirnar eru kosnar af öllum kvikmyndagangrýnendum ,sem tilheyra BFCA, og er notast við leynilega atkvæðagreiðslu, sem haldin er í desember, til þess. Það sem kemur mér mest á óvart er hvað Lord of the Rings fær fá verðlaun en ég hef ekki séð hinar myndirnar, þannig að ég get ekki lagt dóm minn á þessi verðlaun. En hér er listinn yfir vinningshafana...