Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

birgir
birgir Notandi frá fornöld Karlmaður
64 stig

Skáldið (2 álit)

í Bækur fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Skáldið eftir bandaríska rithöfundinn Michael Connelly er eina skáldsaga höfundarins sem íslenskuð hefur verið, en hún var gefin út fyrir síðustu jól af Máli og menningu. Connelly hefur skrifað um 20 bækur og fjalla flestar þeirra um lögreglumanninn Harry Bosch. Í Bandaríkjunum eru bækur Connellys flokkaðar undir „Thrillers“, en munu á íslensku væntanlega verið flokkaðar undir sálfræði-spennusagnir. Fyrir áhugasama munu sambærilegir höfundar og Connelly vera Thomas Harris og...

Minnisbókin (3 álit)

í Bækur fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Mig langar í nokkrum orðum að gera grein fyrir skáldsögu Nicolas Sparks, Minnisbókinni. Sagan heitir á frummálinu The Notebook, en kom út í íslenskri þýðingu árið 1997. Fræðilega mætti ef til vill segja að sagan uppfylli allnokkur skilyrði til þess að mega flokkast sem smásaga. Ég hef þó hvergi rekist á þá skilgreiningu í þeim umfjöllunum sem ég hef lesið um söguna. Hvort sem bókin er hins vegar stutt skáldsaga eða smásaga er hún fyrst og fremst ástarsaga. Sagan fjallar um gamlan mann, Noah...

Dansar við úlfa (7 álit)

í Bækur fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Mig langar í nokkrum orðum að gera grein fyrir skáldsögunni Dansar við úlfa eftir bandaríska rithöfundinn Michael Blake. Sagan gerist á tímum borgarastyrjaldarinnar í Bandaríkjunum eða í kjölfar hennar (um eða eftir 1865). Hún segir frá hermanni í her Norðurríkjanna, John Dunbar, sem vinnur hetjudáð í styrjöldinni og er launað með stöðuhækkun. Ákveður Dumbar við það tilefni að fara þess á leit við heryfirvöld að fá að halda til herstöðvar, sem staðsett er í ónumdu landi. Ósk Dunbar er...

Mengele - The Complete Story (8 álit)

í Bækur fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Fyrir skömmu síðan las ég bók sem heitir Mengele - The Complete Story. Höfundurinn er Gerald L. Posner og er bandarískur lögmaður, en hann er mér ekki alveg ókunnur því hann ritaði einnig bókina Hitlersbörnin, sem gefin var út í íslenskri þýðingu af bókaútgáfunni Fjölva fyrir nokkrum árum. Mengele - The Complete Story er á ensku eins og nafnið gefur til kynna, en ég komst yfir bókina á Amazon.com. Bókin fjallar um Jesef Mengele (1911 - 1979), þýskan lækni, sem á tímabili frá 1943 til 1945 er...

Græna mílan (8 álit)

í Bækur fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Sagan um Grænu míluna er ekki hefðbundin saga eftir Stephen King. Um ræðir framhaldssögu sem gefin var út árið 1996 og skiptist í sex hluta. Stephen King hefur ekki áður gefið út sögu í þessu formi en sjálfur segir hann að fyrirmyndin sé sótt til rithöfunda eins og Charles Dickens sem gjarnan höfðu þennan háttinn á. Þegar fyrsti hlutinn var gefinn út hafði King enn ekki lokið við söguna. Sjálfur segist hann aldrei hafa hugsað söguna til enda þegar hann hóf að rita hana. Í upphafi hafi hann...

23 Desember! (9 álit)

í Tolkien fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Það er víst sá dagur sem á að frumsýna myndirnar á aljþjóðavísu! Hvernig er ykkur að lítast á þessar myndir? Hafið þið einhverjar sérstakar vonir bundnar við myndirnar? Endilega að láta heyrast í ykkur : )

Sci-Fi vs. Bókmenntir (7 álit)

í Bækur fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Einhverstaðar á þessu Bóka áhugamáli hafa heyrt gagnrýnisraddir um að of mikil áhersla sé lögð á Sci-Fi bækur. Af því tilefni langar mig nú að benda á eitthvað af þeim Sci-Fi bókum sem báru af á seinustu öld. 1984 eftir George Orwell A Clockwork Orange eftir Anthony Burgess Brave New World eftir Aldous Huxley Fahrenheit 451 eftir Ray Bradbury Camp Concentration eftir Thomas M. Disch Og auðvitað koma þarna inn í bækur eftir Tolkien, Frank Herbert, Orson Scott Card, Issac Asimov, Douglas...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok