Hamar og sigð, tákn Sovétríkjanna, eru ímynd þeirrar meiginkenningar sósíalismans, að valdið í ríkinu beri verkamönnum og bændum. Það kemur fyrst fram á sjónarsviðið í torga- og gatnaskreytingu Moskvuborgar 1. maí, 1918. Listamenn þeir sem falið hafði verið að undirbúa skreytinguna, tóku að velta því fyrir sér, hvernig þeir gætu sýnt í mynd það, ,,bandalag verkamanna og bænda“ sem byltingin hafði kunngert. Borgarráðið stakk upp á hamri og steðja með gneistaflugi umhverfis, ásamt plógi, til...