Jaðrakan er einn af einnkennisfuglum votlendis á láglendi. Hann er háfættur, hálslangur og spengilegur, álíka stór og spói. Á sumrin er hann rauðbrúnn um höfuð, háls og niður á bringu en annars með brúnleitt mynstur, kvenfuglinn er litdaufari og stærri en karlfuglinn. Goggurinn er langur og beinn, gulrauður í rótina með dökkan brodd. Fætur eru langir, svartleitir og skaga langt aftur fyrir stélið á flugi. Augu eru brún og augnhringur ljós. Fluglag er ákveðið með hröðum vængjatökum. Fuglinn...