Sko, ég var að spá… Finnst nefnilega svoldið skrítið að þegar maður býr einn, þá á maður vini. En ef maður er í sambúð, þá á maður vinafólk! Ég hef nefnilega prufað bæði. Það virðist, einhverra hluta vegna, að pör heimsækji pör,(eða fari út með pörum) en einstaklingar heimsækji einstaklinga eða þá hóp af einstaklingum. OK, kanski ekki alveg algilt, en þó mjög algengt. Fór að spá í þetta um daginn, þegar vinkona mín til margra ára náði sér í mann, þá fór hún að tala um hve það yrði nú gaman...