Ég fór á myndina Bowling for Columbine í gær, sem flestir hafa heyrt um. Í fyrsta sinn sé ég ekki eftir 800 kalli ofan í fégráðug kvikmyndahúsin, og í fyrsta sinn sem ég fer í bíó án þess að það séu sýndar auglýsingar í 10 mínútur á sýningartímanum. En aftur að myndinni sem er skrifuð, leikstýrð og framleidd af Michael Moore. Þessi mynd fékk óskarinn sem mér finnst nú frekar furðulegt, ekki vegna þess að hún eigi það ekki skilið heldur vegna efnisinns. Moore fjallar um frekar viðkvæm efni...