Fimmtudagurinn 27. mars hefur hiphop þátturinn Óskalög Sjúklinga göngu sína á Rás 2 fm 91,1. Þáttstjórnendur eru Bent og Erpur Eyvindarson. Í þættinum mun vera farið í hiphop úr öllum áttum, frá ystu mörkum stefnunar í innsta kjarnann, allt frá Illogic til Big Daddy Kane. Reglulega munum við fá til okkar gesti innan senunnar í heimsókn, í fyrsta þættinum munum við einbeita okkur að pólítískum lögum, þá helst lögum sem fjalla um stríð. Þátturinn mun vera í loftinu alla fimmtudaga frá 22:10 - 00:00.