“Hvar er gleðin?” græt ég tárum, get ekki hætt að vola. Vil það standi í mínum sárum, að stormurinn er gola. Árin hafa beygt og brotið barnið sem eitt sinn ég var. Skynsemin yfirgaf kotið, en skyldi eftir sig far. Hugurinn brenglaður, boginn, beyglaður alveg í keng. Heimurinn heldur upploginn heimskunni á sínum streng. Nú vitið vex í mold hjá mér, möguleikarnir dafna. Þrútnað hafa þroskaber því nú er ég að safna. =>samdi þetta fyrir þónokkru en bætti seinasta erindinu inní aðeins seinna....