mér finnast stafsetningarvillur nú frekar pirrandi yfirleitt ef það er mikið af þeim, og líka málfræðivillur eins og “ég vill” og “mig hlakkar til” og svona… en ég ætla samt ekkert að fara að ætlast til að allir skrifi rétt eða eitthvað, það er bara þeirra mál og ekki hægt að setja alla sem skrifa á huga í einhvern sérstakan stafsetningarkúrs eða eitthvað, og svo eru líka margir með dyslexíu, það má ekki gleyma því.