Allir hafa nú lesið Grafarþögn hans Arnaldar Indriða! Hvað finnst ykkur varðandi þessi bókmenntafræðilegu hugtök og bókina? - Fafla er efniskjarni sögunnar, yfirlit aðalatburða í réttri tímaröð. Faflan er óháð mannanöfnum og staðanöfnum. Sögur, sem virðast ólíkar, geta haft sömu eða svipaða föflu. - Þema er viðfangsefni sögunnar eða meginhugmyndin sem sagan snýst um. Þemað er óháð atburðum, persónum, tíma og rúmi. Þema í sögum getur til dæmis verið áfengisbölið, mengun jarðar eða dauðinn. -...