Laugardaginn, þann 11. september næstkomandi, mun Tvíund, félag tölvunarfræðinema við Háskólann í Reykjavík, halda sína fyrstu ráðstefnu undir nafninu Öryggisráðstefna Tvíundar 2004 Er um að ræða dagsráðstefnu frá kl. 10:00 - 17:00 þar sem ýmsir aðilar úr hugbúnaðarheiminum munu mæta og deila reynslu sinni og þekkingu með gestum. Er þetta í fyrsta sinn sem nemendur Háskólans í Reykjavík hafa haldið ráðstefnu af þessari stærðargráðu. Á ráðstefnunni verður leitast við að svara eftirfarandi...