Veit ekki alveg hvort ég átti að setja þetta hér eða undir hinn, en allavega. Þar sem svo margir eru farnir að senda inn myndir sem þeir taka sjálfir; af skónnum sínum, fötunum, hárgreiðslunni/klippingunni eða fatasamsetningu; væri ekki hægt að hafa tvo myndadálka, annan undir svoleiðis myndir og hinn undir almennar myndir? Mér finnst allavega mjög gaman af myndum sem fólk er að taka og finnst að það mætti vera meira af því.