Sælir hugarar. Vantar hjálp því ég er alveg að missa vitið útaf þessu. Ég og kærastan erum búin að vera saman í 2 ár, sambandið okkar hefur byggst upp svipað og “long distance” samband þar sem hún æfir fimleika oft og höfum ekki mikinn tíma til að hittast. Traustið á milli okkar er 100%, tilfinningalegur skilningur og ást er 100% þegar við erum saman, ég er fáránlega skotinn í henni og dýrka allt við hana. Hún er tilfinningalega lokuð sem manneskja og ég er rosalega tilfinningalega opinn við...