Mig langaði aðeins að velta einu fyrir mér með ykkur. Það er afhverju sé ekki notað meira af sígildum hljóðfærum eins og fiðlum, sellóum, víólum og þess háttar strengjum sem og trompet, bariton, básúnu, þverflautu og þess háttar blásturshljóðfærum í íslensku poppi. Ég er t.d. mjög ánægður með nýja lagið frá Írafár sem heitir “Allt sem ég sé”, þar notast þau við amk tvær fiðlur og svo kemmur sæmilega þungt rokk stef inní lagið líka. Hljómsveit sem ég persónulega átti ekki von á að kæmi með...