Við erum stökin í skólans og menntunar mengi, við mætum í skólann og neitum að hlýða og þegja. Við höfum hér setið á rassinum lengur en lengi, við langþreytta kennara höfum sko ekkert að segja. Við stöndum öll sameinuð í því að kúka á kerfið og köllum á göngunum áköf: “Vér mótmælum allir stærðfræði, dönsku og enskunni sem er svo erfið, einkunnir segja oss ekki hvað vér erum snjallir!” Svo áður en varir þá munum við merkisfólk verða, milljónamæringar, kennarar, ráðherrar, bændur, sýslumenn,...