Bókin Dauðarósir eftir Arnald Indriðason hefur eiginlega eina aðalpersónu en mjög mikið af aðal-aukapersónum. Aðalpersónan heitir Erlendur Sveinsson, hann er um fimmtugt, fráskilinn einstæðingur með tvö börn og starfar sem rannsóknarlögreglumaður. Aðal-aukapersónan heitir Sigurður Óli ungur maður um þrítugt og er einn mesti samstarfsmaður Erlends. Elínborg og Þorkell eru einnig samstarfsmenn þeirra Sigurðs Óla og Erlends. Herbert Baldursson er einn mesti fíkniefnasali Reykjavíkur og meðal...