Kvæði um Krist Það var kvöld. Og við sátum í garðinum, tvö fátæk börn. Og við horfðum á sólina hverfa bak við fjöllin í fjarska. Það er svo undarlegt, finnst manni þegar maður er ungur, að sólin skuli hverfa af himninum bak við fjarlæg fjöll. Það er eins og framandi hönd hafi hrifsað frá manni leikföng manns. Og við, sem eygðum ei kvöldið í öryggi hins sólhvíta dags, sátum hljóðir og undrandi andspænis svörtum vegg sem við komumst ei yfir, það var nóttin. Og við sátum í garðinum, tvö fátæk...