Mjólkin streymdi úr könnunni ofan í bollann, og út í kaffið. Í fyrstu myndaði mjólkin flókin hvít mynstur á svörtum bakgrunni kaffisins, en smátt og smátt varð kaffið ljósara og armar mjólkurinnar urðu ógreinilegri þangað til landslagið í bollanum var orðið ljósbrúnt og sviplaust eins og andlitið sem starði á mig frá hinum enda borðsins. „Sæll, Magnús,“ sagði andlitið og hló. „Ég heiti ekki Magnús,“ sagði ég en andlitið hló bara. „Ég var líka bara að tala við sjálfan mig,“ sagði það. „Ég...